Select Page

Konan laut yfir kassann, hún trúði ekki eigin augum. Þarna í hnipri lá þessi saklausa dúkka. Konan teygði sig eftir henni og tók hana upp. Fallega gullna gervihárið svart af svepp og kjóllinn bæði skítugur og rifinn. Örlítið tár gægðist fram í annan augnkrók konunnar, hún hjúfraði dúkkuna að sér. „Lullabía, skítafýla,“ raulaði konan. „Ertu svöng, ræfillinn?“ Konan hagræddi breiðum botninum í rauða plusssófanum, hneppti frá sér skyrtunni og lagði dúkkuna á brjóst, sú hafði aldrei bragðað annan eins mjöð, fram að þessu hafði hún aðeins drukkið hrísgrjónavín með drykkfelldu farandverkamönnunum þremur frá Hanoi.